Skilmálar

Afhending pantana

Við leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir eins fljótt og hægt er, yfirleitt samdægurs eða næsta virka dag.

Sé pöntuð vara ekki til á lager munum við hafa samband með áætluðum afhendingartíma vörunnar, mæla með sambærilegri vöru í staðin eða bjóða upp á endurgreiðslu vörunnar.

Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja viðeigndi sendingarmáta. 

Pantanir eru sendar með pakkaþjónustu Eimskips sem hefur samband við viðskiptavin varðandi afhendingartíma í gegnum sms eða email sem var gefið upp með pöntuninni.

Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en kaupandi hefur greitt fyrir pöntunina. Seljandi ber fulla ábyrgð á vöru þar til hún telst afhent kaupanda.

 

Verð á vöru og sendingakostnaður

Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Sendingarkostnaður bætist við í pöntunarferlinu áður en greiðsla fer fram.

Verð í netverslun eru birt með fyrirvara  prentvillur. Flóra & Co áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir sé verð rangt skráð.

 

Greiðsla pantana og öryggi

Við tökum við greiðslum í gegnum öruggar greiðslusíður Saltpay, þar sem hægt er að greiða með kreditkortum og debetkortum og Netgíró

 

Skipti og skil á vöru/m

Veittur er 14 daga skilaréttur sem miðast við afhendingardag vöru. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð sem varan var keypt á og kemur fram á sölureikningi. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur og kaupandi ber ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist Flóra & Co.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn, en ef varan er ekki lengur til þá er boðin sambærileg vara eða endurgreiðsla.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á floraogco@floraogco.is

Vefverslun Flóra & Co er rekin af Eyrnes ehf, kt 420502-7450, vsk nr 130635