Gerviblóm silkiblóm blómaskreytingar blóm

Almennt um gerviblóm og silkiblóm

Nokkur atriði varðandi gerviblóm og silkiblóm

  • Mjög oft er talað um bæði gerviblóm og silkiblóm sem getur verið ruglandi og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort um sömu vöruna sé að ræða eða sitthvora. Því silki er náttúrulega dýr vara og því eðlilegt að hugsa hvort silkiblóm séu gæðameiri en gerviblóm. En sannleikurinn er sá að um er að ræða sömu vöruna, því það hefur nefnilega fest í sessi að tala um silkiblóm þegar um gerviblóm er að ræða og á því merkingin silkiblóm almennt við um blóm sem búin eru til úr gerviefni.


  • Gerviefnin sem oftast eru notuð í blómin sjálf eru pólýester og nylon og stönglarnir eru yfirleitt úr plasti með vír að innan. 


  • Efnin í blómunum okkar eru sérvalin með gæði í huga og að þau nái að líkja sem best eftir náttúrulegu útliti blómanna sjálfra.


  • Gerviefni er líka mun ódýrara í framleiðslu og að sjálfsögðu er hægt að fá það í mismunandi gæðum, en í vönduðum gerviblómum eins og við erum með eru efnin sérvalin með það í huga að fórna ekki gæðunum sem fást í silkinu. 

     

     

     

  • En svo er það líka spurningin hvers vegna er silki ekki notað í silkiblómin? En staðreyndin er að notkun gerviefna í blómin hefur marga kosti fram yfir silkið, sem er náttúrulegt efni. Áður fyrr var silki notað í blómin en með tímanum var því skipt út fyrir gerviefnin því það var auðveldar að vinna með þau og þau entust líka mun lengur. En það er einmitt ástæðan fyrir því að nafnið silkiblóm festist við gerviblóm. 


  • Gerviefnin eru mun auðveldari í meðhöndlun en silki, til dæmis með tilliti til hversu lítið þarf að hugsa um blómin, aðeins að gufustrauja þau og blása af þeim rykið af og til. Þú getur meira að segja líka þvegið gerviblómin varlega í volgu vatni og þau halda alveg upprunalegu útliti sínu og lögun.


  • Það er líka mun auðveldar að lita gerviefni og það bæði tekur betur í og heldur betur litnum til lengri tíma en silki. 

Back to blog